Á förum frá Val

Kaj Leo i Bartalsstovu.
Kaj Leo i Bartalsstovu. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Umboðsmaður færeyska landsliðsmannsins Kaj Leo í Bartalsstovu segir að leikmaðurinn muni ekki fá nýjan samning hjá Val að þessu tímabili loknu. 

Umboðsmaðurinn er í viðtali við Fótbolti.net og þar er haft eftir honum að Kaj Leo muni ekki fá nýjan samning hjá Val þegar samningurinn rennur út í haust. 

Segir hann hins vegar að Kaj Leo vilji gjarnan vera áfram á Íslandi og fjölskyldan hafi komið sér fyrir hér á landi. 

Kaj Leo hefur leikið fjórtán leiki í Pepsí Max deildinni í sumar en hann var áður hjá ÍBV og FH og á að baki samtals 95 úrvalsdeildarleiki hér á landi.

mbl.is