Fyrsta aukaþingið frá 1956

Ræt er við Ómar Smárason í blaðinu í dag.
Ræt er við Ómar Smárason í blaðinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aukaþing Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fer fram laugardaginn 2. október næstkomandi þar sem ný bráðabirgðastjórn og nýr bráðabirgðaformaður verða kosin.

Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu á Suðurlandsbraut en þetta er fyrsta aukaþing sambandsins síðan árið 1956.

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok ágúst eftir harða gagnrýni fyrir þöggun og meðvirkni vegna meintra kynferðisbrota landsliðsmanna. Stjórnin sagði síðan öll af sér í kjölfarið.

Frestur til að skila inn framboðum fyrir aukaþingið rennur út á morgun en á þinginu verður kosinn formaður til bráðabirgða, átta stjórnarmeðlimir til bráðabirgða og þrír varamenn stjórnar til bráðabirgða.

Ekki verða kosnir aðalfulltrúar landsfjórðungshluta fyrr en á aðalþingi KSÍ sem fram fer í febrúar á næsta ári og þá verða einnig kosin nýr formaður og stjórn sem munu gegna embætti sínu til næstu tveggja ára hið minnsta.

„Við erum búin að vera að skipuleggja aukaþingið samhliða öðrum verkefnum, eins mikið og hægt er í það minnsta,“ sagði Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, í samtali við Morgunblaðið.

„Það hefur svo færst ákveðinn þungi í skipulagninguna undanfarna daga enda ákveðnar dagsetningar sem þurfa að standast þegar kemur að svona viðburði. Það er allt á áætlun hjá okkur og skipulagningin hefur gengið vel.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert