Íslensku stúlkurnar ekki í vandræðum í fyrsta leik

Stúlkurnar á æfingu í gær.
Stúlkurnar á æfingu í gær. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu skipað stúlkum 17 ára og yngri hóf undankeppni Evrópumótsins í aldursflokknum með besta móti þegar liðið vann öruggan 4:1 sigur gegn heimakonum í Serbíu í dag.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, leikmaður Breiðabliks, kom íslenska liðinu í 2:0 með því að skora bæði á 14. og 19. mínútu.

Serbar minnkuðu muninn skömmu síðar áður en Katla Tryggvadóttir, leikmaður Vals, kom Íslandi í 3:1.

Serbar klúðruðu vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og staðan í hálfleik því 3:1.

Margrét Lea Gísladóttir, leikmaður Breiðabliks sem lék á láni hjá Augnabliki á tímabilinu, skoraði svo eina mark síðari hálfleiks og gulltryggði sterkan 4:1 sigur.

Ísland er með ásamt heimakonum í Serbíu með Norður-Írlandi og Spáni í riðli og mætir næst Spánverjum næstkomandi mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert