Segist ætla að breyta til

Ian Jeffs og Helgi Sigurðsson láta báðir af störfum hjá …
Ian Jeffs og Helgi Sigurðsson láta báðir af störfum hjá karlaliði ÍBV ef fram heldur sem horfir. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Englendingurinn Ian Jeffs segist hafa áhuga á að prófa eitthvað nýtt á næsta keppnistímabili eftir mörg ár hjá ÍBV sem leikmaður og síðar þjálfari. 

Jeffs stýrði kvennaliði ÍBV í sumar eftir að Andri Ólafsson lét af störfum og var einnig aðstoðarþjálfari karlaliðsins sem á dögunum vann sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta ári. 

Jeffs sagðist í samtali við Fótbolta.net ætla að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Hann hafi tilkynnt stjórn ÍBV um ákvörðun sína en Jeffs kom fyrst til ÍBV sem leikmaður fyrir átján árum. 

Jeffs var um tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari kvenna. 

mbl.is