HK fallið eftir öruggan sigur Blika

Valgeir Valgeirsson gat ekki leynt tilfinningunum sínum í leikslok.
Valgeir Valgeirsson gat ekki leynt tilfinningunum sínum í leikslok. Ljósmynd/Kristinn Steinn

HK er fallið úr efstu deild eftir 0:3-tap gegn Breiðabliki í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í lokaumferð deildarinnar á Kópavogsvelli í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en Kristinn Steindórsson kom Breiðabliki yfir á 51. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir laglega fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar.

Davíð Ingvarsson tvöfaldaði forystu Breiðabliks með marki á 85. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en Davíð átti fast skot úr teignum sem söng í fjærhorninu.

Það var svo Árni Vilhjálmsson sem innsiglaði sigur Blika með marki á 89. mínútu þegar Jason Daði Svanþórsson slapp einn í gegn. Jason Daði sendi boltann á Árna sem var einn gegn opnu marki og hann skoraði af öryggi.

Blikar ljúka keppni í öðru sæti deildarinnar með 47 stig, stigi minna en Víkingar sem eru Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í þrjátíu ár.

HK endar hins vegar í ellefta og næst neðsta sætinu með 20 stig eftir að Skagamenn unnu ótrúlegan 3:2-sigur gegn Keflavík í Keflavík, eftir að hafa lent 0:2-undir í leiknum.

Breiðablik fær silfurverðlaun.
Breiðablik fær silfurverðlaun. Ljósmynd/Kristinn Steinn
Breiðablik 3:0 HK opna loka
90. mín. Ívan Óli Santos (HK) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert