Íslandsbikarinn á loft í Fossvogi eða Kópavogi

Kristall Máni Ingason, Oliver Sigurjónsson og Sölvi Geir Ottesen í …
Kristall Máni Ingason, Oliver Sigurjónsson og Sölvi Geir Ottesen í leik Víkings og Breiðabliks í sumar. Annað hvort liðanna verður Íslandsmeistari í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Vinna Víkingar sinn fyrsta meistaratitil í þrjátíu ár í dag eða krækja Blikar í titilinn í annað skipti í sögunni?

Keflavík, HK eða ÍA – hvert þessara þriggja liða fellur úr úrvalsdeildinni?

Hvort verður það KA eða KR sem endar í þriðja sæti og þarf að bíða niðurstöðunnar í bikarkeppninni til að fá úr því skorið hvort það dugi til að krækja í Evrópusæti?

Svörin við þessum þremur spurningum liggja fyrir um klukkan fjögur í dag, ef allt fer fram samkvæmt áætlun í lokaumferð úrvalsdeildar karla í fótboltanum en flautað verður til leikjanna sex klukkan 14.00.

Þeir eru eftirtaldir og stigatala liðanna í svigum:

Víkingur R. (45) – Leiknir R. (22)
Breiðablik (44) – HK (20)
KA (39) – FH (32)
Stjarnan (22) – KR (38)
Keflavík (21) – ÍA (18)
Fylkir (16) – Valur (36)

Víkingar ganga sigurstranglegir til leiks gegn Leiknismönnum sem hafa ekki að neinu að keppa. Með sigri verða Víkingar Íslandsmeistarar í sjötta sinn og í fyrsta skipti frá árinu 1991 þegar þeir lyftu bikarnum suður í Garði eftir æsispennandi einvígi við Fram sem réðst á markatölu.

Á meðan tekur Breiðablik á móti HK í Kópavogsslag þar sem gríðarlega mikið er undir hjá báðum liðum.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag og þar er farið nákvæmlega yfir hvað þarf að gerast í hverjum leik fyrir sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »