KR-ingar unnu og halda nú líklega með Víkingum

Krækja KR-ingar í þriðja sætið í lokaumferðinni?
Krækja KR-ingar í þriðja sætið í lokaumferðinni? mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Vesturbæingar gerðu sitt er þeir fóru í Garðabæinn í dag þegar leikin var 22. og lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta, unnu Stjörnuna 2:0 og náðu í þrjú stig sem skilaði þeim áður en yfir lauk þriðja sæti deildarinnar og þar með möguleika á sæti í Evrópukeppni en þá veltur allt á hvernig fer í bikarkeppninni því ef Víkingar vinna deildina og bikarkeppnina kemst KR til Evrópu.

Menn fóru aðeins varlega af stað en fljótlega komu ágætis færi.  Þá helst, fyrst Hilmar Árni Halldórsson en Beitir Ólafsson í marki KR varði vel, næst KR-ingur Ósar Örn Hauksson af stuttu færi en Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar varði glæsilega og síðan aftur frá Stefán Árna Geirssyni.  Að öðru leiti í fyrri hálfleik var reynt að sækja stíft og mörg góð færi í uppsiglingu en vantaði aðeins uppá.

Snemma í síðari hálfleik fékk Kristján Flóki Finnbogason gott færi til að koma KR yfir en skalli hans af stuttu færi fór rétt framhjá stönginni.  Svo kom að því á 54. minútu þegar Kristján Flóki gaf stutt á Óskar Örn Hauksson, sem þrumaði í mark Garðbæinga en Garðbæingar höfðu verið í miklu basli með að koma boltanum í burtu.  Á 66. mínútu varði Beitir aftur, nú flott skot Hilmars Árna.  Á 72. mínútu snerust hlutverkin, nú var það Óskar Örn, sem gaf á Kristján Flóka sem skoraði af stuttu færi.  Undir lokin var mikið hlaupið um víðan völl en það vantaði smá neista til að skapa færi og skora.

Fylgst var með leik KA og FH á Akureyri því með sigri hafði KR möguleika á sæti í Evrópukeppninni ef FH ynni eða gerði jafntefli, sem varð raunin.

Stjarnan 0:2 KR opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is