Þjálfar karla og kvennaliðið næstu þrjú árin

Halldór Jón Sigurðsson
Halldór Jón Sigurðsson

Knatt­spyrnuþjálf­ar­inn Hall­dór Jón Sig­urðsson, jafn­an kallaður Donni, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Tindastól og mun hann þjálfa bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá félaginu.

Kvennalið Tindastóls féll úr úrvalsdeildinni í sumar og leikur því í næst efstu deild á næstu leiktíð en karlalið félagsins spilar í 4. deildinni eftir að hafa fallið úr þeirri þriðju í sumar. Halldór hefur áður þjálfað meistaraflokk karla hjá Tindastól frá 2011 til 2013. Það er Fótbolti.net sem segir frá því að Halldór hafi skrifað undir nýjan samning við félagið.

Halldór stýrði kvennaliði Þórs/KA við góðan orðstír um árabil og gerði liðið að Íslandsmeistara sumarið 2017. Þá var hann þjálfari U17 ára liðs karla hjá Örgryte í Gautaborg í Svíþjóð.

mbl.is