Nýr formaður ætlar að vanda sig

Vanda Sigurgeirsdóttir verður næsti formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir verður næsti formaður KSÍ. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ljóst er að Vanda Sigurgeirsdóttir verður kjörin formaður KSÍ til bráðabirgða á aukaþingi knattspyrnusambandsins næsta laugardag en ekkert mótframboð barst áður en frestur til að tilkynna um slíkt rann út um helgina.

Vanda sagði í léttum dúr á Twitter í morgun að hún ætlaði að vanda sig en nafn hennar gefur að sjálfsögðu færi á orðaleikjum í þeim dúr.

mbl.is