Stúlkurnar fengu skell gegn Spáni

Stúlknalandslið Íslands í knattspyrnu, U17 ára, tapaði í dag fyrir Spánverjum, 0:4, í undanriðli Evrópumótsins sem leikinn er í Stara Zagora í Serbíu.

Spænska liðið var 1:0 yfir í hálfleik og bætti við þremur mörkum í seinni hálfleiknum.

Íslensku stúlkurnar unnu Serbíu 4:1 í fyrsta leik sínum á föstudaginn og eiga eftir að mæta Norður-Írum sem töpuðu 3:0 fyrir Spáni í fyrstu umferð en leika síðdegis í dag við Serba.

Þrjú af fjórum liðum riðilsins halda sæti sínu í A-deild, þar sem 28 bestu þjóðir Evrópu leika hverju sinni, og spila áfram um sæti í lokakeppninni í seinni umferð undankeppninnar næsta vor en neðsta liðið fellur niður í B-deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert