Þorlákur tekur við Þórsurum

Þorlákur Árnason er tekinn við Þórsurum.
Þorlákur Árnason er tekinn við Þórsurum. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þórs frá Akureyri í knattspyrnu. Þetta tilkynnti félagið á blaðamannafundi í dag.

Þorlákur tekur við liðinu af Orra Frey Hjaltalín sem stýrði liðinu í 1. deildinni á nýafstaðinni leiktíð en Orri lét af störfum þegar nokkrar umferðir voru eftir af tímabilinu.

Þorlákur lét af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Hong Kong í sumar eftir að hafa gegnt starfinu frá því í janúar 2019.

Hann hefur þjálfað yngri landslið Íslands ásamt því að hafa stýrt bæði karlaliði Vals og Fylkis á ferlinum, sem og kvennaliði Stjörnunnar.

Þórsarar höfnuðu í níunda sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa dregist niður í fallbaráttu á lokaspretti mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert