Fyrsta konan sem tekur við formennsku í Evrópu

Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður KSÍ. mbl.is/Golli

Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, á aukaþingi sambandsins í dag. Kjör hennar er sögulegt fyrir margra hluta sakir.

Hún er fyrsta konan sem tekur við embættinu hjá KSÍ, er eina konan sem er núverandi formaður knattspyrnusambands á meðal 55 aðildarþjóða Knattspyrnusambands Evrópu og er um leið fyrsta konan sem tekur við formennsku knattspyrnusambands á meðal aðildarþjóða Evrópu.

Debbie Hewitt var í sumar kjörin formaður enska knattspyrnusambandsins en hún tekur ekki við embætti fyrr en í janúar á næsta ári.

Því er Vanda fyrsti kvenkyns formaður knattspyrnusambands í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert