Helmingi færri en á vináttuleik fyrir ellefu árum

Þessir áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í gærkvöld en þar var …
Þessir áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í gærkvöld en þar var annars frekar tómlegt. mbl.is/Unnur Karen

Um hádegisbilið í gær var búið að selja rúmlega tvö þúsund miða á leik Íslands og Armeníu í undankeppni HM.

Í leikslok í gærkvöld tilkynnti Palli vallarþulur að áhorfendur á leiknum væru 1.697. Nokkur hundruð virðast því hafa hætt við áður en flautað var til leiks. Eða kannski voru þetta bara ýktar tölur sem bárust okkur um miðasöluna?

Þetta eru næstum því helmingi færri áhorfendur en komu til að sjá vináttuleik gegn Liechtenstein fyrir ellefu árum. Og það var áður en „gullöldin“ hófst.

Eflaust hafa margir sem vanalega mæta á völlinn látið sér nægja að horfa á leikinn heima í stofu að þessu sinni. 

Þetta er sú staða sem nýkjörin bráðabirgðastjórn KSÍ þarf að glíma við.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Stúkurnar á Laugardalsvelli voru að stórum hluta tómar í gærkvöld.
Stúkurnar á Laugardalsvelli voru að stórum hluta tómar í gærkvöld. mbl.is/Unnur Karen
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert