Þetta eru breyttir tímar

Birkir Bjarnason fyrirliði Íslands í baráttunni á Laugardalsvellinum í gærkvöld.
Birkir Bjarnason fyrirliði Íslands í baráttunni á Laugardalsvellinum í gærkvöld. mbl.is/Unnur Karen

Þetta eru breyttir tímar. Ég held að flestir af þeim fáu áhorfendum sem mættu á Laugardalsvöllinn í gærkvöld til að horfa á viðureign Íslands og Armeníu í undankeppni heimsmeistaramótsins hafi verið tiltölulega sáttir við að leikurinn skyldi enda með jafntefli, 1:1.

Til mjög skamms tíma hefði jafntefli á borð við þetta á heimavelli, gegn ekki sterkari andstæðingi, beinlínis verið flokkað sem áfall. Að Armenar skuli virkilega vera í fínni stöðu í baráttunni um sæti á HM segir sitt um þá möguleika sem hefðu átt að vera til staðar í þessum undanriðli.

En þar sem Armenar voru sterkari aðilinn á löngum köflum og voru hættulega nálægt því að hirða öll þrjú stigin þá flokkast þessi úrslit sem nokkuð ásættanleg.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um öll þau umskipti sem hafa orðið á landsliðinu í haust, utan vallar og síðan innan. Það er hægt að telja upp allan þann fjölda leikmanna sem ekki er með í þessum leikjum af hinum ýmsu ástæðum.

En þetta er staðan í dag. Nýtt lið er í mótun og það þarf sinn tíma. Núna er kannski blóðugast að varnarmennirnir öflugu, Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon, sem hafa fengið gríðarlega reynslu á því að vera ýmist innan eða utan vallar með „gullaldarliðinu“ á undanförnum árum, skuli vegna alvarlegra meiðsla missa af því að vera með í þeirri uppbyggingu sem nú er komin af stað.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert