Birki fannst Kári fara yfir strikið

Birkir Bjarnason var ekki sáttur við ummæli Kára Kristjáns.
Birkir Bjarnason var ekki sáttur við ummæli Kára Kristjáns. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, var ekki sáttur við ummæli sem Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, lét falla á Facebook á föstudaginn var. 

Kári var ósáttur við leikmenn fótboltalandsliðsins, þar sem þeir sungu ekki með þjóðsöngnum fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM á föstudaginn var. 

„Mér fannst sérstakt að hann komi með þetta núna. Ég er búinn að vera í landsliðinu í 11-12 ár og sumir syngja og aðrir ekki. Það verður að vera þannig að hver og einn ákveður hvað hann vill gera. Mér fannst hann fara yfir strikið hvernig hann orðaði þetta. En allir hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir,“ sagði Birkir á blaðamannafundi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert