Dregur sig úr landsliðshópnum

Guðlaugur Victor Pálsson verður ekki með gegn Liechtenstein.
Guðlaugur Victor Pálsson verður ekki með gegn Liechtenstein. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Victor Pálsson hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM á morgun.

Knattspyrnusamband Íslands greindi frá í dag í stuttri yfirlýsingu á Twitter. „Hann hefur þegar yfirgefið hópinn og haldið til síns félagsliðs,“ segir í yfirlýsingunni, en ákvörðunin er ekki útskýrð frekar.

Guðlaugur Victor spilar með Schalke í Þýskalandi, en hann var í byrjunarliðinu gegn Armeníu á föstudaginn var.

mbl.is