Allir eru með sitt hlutverk á hreinu

Kolbeinn Þórðarson í leik með U21-árs landsliðinu gegn Grikklandi í …
Kolbeinn Þórðarson í leik með U21-árs landsliðinu gegn Grikklandi í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum mjög spenntir fyrir þessum leik og mjög vel undirbúnir,“ sagði Kolbeinn Þórðarson, fyrirliði U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið.

Ísland tekur á móti Portúgal í 4. riðli undankeppni EM 2023 á Víkingsvelli í Fossvogi í dag klukkan 15 en Ísland er með 4 stig í fjórða sæti riðilsins en Portúgal er í þriðja sætinu með 6 stig.

Bæði lið hafa leikið tvo leiki í undankeppninni til þessa en liðið sem hafnar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppnina sem fer fram í Georgíu og Rúmeníu, en liðið sem hafnar í öðru sæti fer áfram í umspil.

„Við vitum hvað við viljum gera, hvernig við viljum mæta þeim og við erum tilbúnir að gera allt til þess að vinna.

Stemningin í hópnum er frábær og það er mikið sjálfstraust innan liðsins. Það eru allir leikmenn heilir heilsu, ferskir og tilbúnir í slaginn,“ sagði Kolbeinn.

Portúgal lék til úrslita í lokakeppni EM 2021 sem fram fór í Slóveníu og Ungverjalandi þar sem liðið tapaði 0:1 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik í Ljubljana.

„Portúgal er mjög sterkt lið en í leikjum sínum hingað til í undankeppninni hafa þeir fengið að vera mjög mikið með boltann. Þeir hafa fengið góðan tíma til að athafna sig og okkar markmið er að reyna að draga úr því. Við ætlum að sjá hvernig leikurinn þróast en planið er að liggja ekki í vörn allan leikinn.

Viðtalið við Kolbein má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »