Allt betra þegar karlalandsliðið vinnur

Langþráður heimasigur í keppnisleik vannst í gærkvöldi.
Langþráður heimasigur í keppnisleik vannst í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var ekki laust við að maður væri hálfstressaður fyrir leik Íslands og Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu sem fram fór á Laugardalsvelli í gær. Það hefur gustað ansi hressilega í kringum íslenska liðið síðustu mánuði og úrslitin hafa verið í samræmi við það. Þá hefur ekkert, og þá meina ég nákvæmlega ekkert, fallið með liðinu, sem vill oft gerast þegar á móti blæs.

Arnar Þór Viðarsson hélt að hann væri að fara að berjast um annað sæti riðilsins þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari í desember 2020. Þá gerði þjálfarinn sér væntanlega vonir um að geta valið alla þá leikmenn sem hafa dregið vagninn fyrir Ísland undanfarinn áratug eða „gamla bandið“ eins og þeir hafa gjarnan verið nefndir.

Á tíu mánuðum hefur hann þurft að búa til nánast algjörlega nýtt lið þar sem leikmannakjarninn hefur nánast verið sá sami og kom íslenska liðinu í lokakeppni EM U21-árs landsliða sem fram fór í Slóveníu og Ungverjalandi í sumar. 

Bakvörð Bjarna má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »