Ísland áfram í A-deild undankeppninnar

Byrjunarlið U19 ára landsliðsins í Slóveníu í dag.
Byrjunarlið U19 ára landsliðsins í Slóveníu í dag. Ljósmynd/KSÍ

Orri Steinn Óskarsson og Hilmar Rafn Mikaelsson skoruðu mörk U19-ára landsliðs Íslands í knattspyrnu þegar liðið vann sigur gegn Litháen í 1. umferð undankeppni EM 2022 í Radenci í Slóveníu í dag.

Leiknum lauk með 2:1-sigri íslenska liðsins en Litháen komst yfir á 46. mínútu áður en Ísland skoraði tvö mörk með sjö mínútna millibili í síðari hálfleik.

Íslenska liðið endaði í öðru sæti riðilsins með 6 stig, þremur stigum minna en  topplið Ítalíu, og er því komið áfram í A-deild undankeppninnar.

Dregið verður í riðla annarrar umferðarinnar í loks árs en hún verður leikin næsta vor. Þau lið sem vinna svo sína riðla í A-deild annarrar umferðar komast áfram í lokakeppnina sem fram fer í Slóvakíu 18. júní til 1. júlí.

mbl.is