Ísland eygir veika von

Íslenska karlalandsliðið á ennþá möguleika á því að komast í …
Íslenska karlalandsliðið á ennþá möguleika á því að komast í umspil fyrir HM 2022 í Katar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þegar liðið vann öruggan sigur gegn Liechtenstein í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í gær. Leiknum lauk með 4:0-sigri íslenska liðsins en staðan að loknum fyrri hálfleik var 2:0, Íslandi í vil.

Íslenska liðið er áfram í fimmta sæti riðilsins með átta stig og á ennþá tölfræðilegan möguleika á því að komast áfram í umspil um laust sæti á HM í Katar sem fram fer í nóvember á næsta ári.

Til að það gerist þarf íslenska liðið hins vegar að vinna bæði Rúmeníu í Búkarest hinn 11. nóvember og Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember í lokaleikjum undankeppninnar.

Rúmenía er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 13 stig og Norður-Makedónía og Armenía koma þar á eftir með 12 stig hvort.

Armenía tekur á móti Norður-Makedóníu 11. nóvember í Jerevan í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið og í lokaumferðinni 14. nóvember mætir Armenía Þýskalandi í Jerevan og Liechtenstein tekur á móti Rúmeníu í Vaduz.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »