Þetta mál verður ekki leyst í fjölmiðlum

Hannes Þór Halldórsson í leik með Val í sumar.
Hannes Þór Halldórsson í leik með Val í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu, segir að mál Hannesar Þórs Halldórssonar markvarðar verði leyst innan herbúða félagsins en ekki í fjölmiðlum.

Í viðtali við Loga Bergmann Eiðsson í Síðdegisþættinum á út­varps­stöðinni K100 á þriðjudag sagði Hannes Þór að Heimir hafi til­kynnt sér að hann væri ekki inni í mynd­inni á næsta tíma­bili. Síðan þá hafi hann ekk­ert heyrt frek­ar frá Vals­mönn­um. 

„Ég get al­veg sagt hlut­ina eins og þeir eru og það sem ég veit. Ég veit að þjálf­ar­inn vill ekki hafa mig hjá fé­lag­inu. Ég hef hvorki heyrt hósta né stunu frá fé­lag­inu síðan mér var til­kynnt það.

Ég veit ekki hvers vegna eða hvernig menn hyggj­ast leysa þessa skrítnu stöðu sem er kom­in upp. Ég er bara stein­hissa á þessu ef ég að segja al­veg eins og er,“ sagði Hann­es meðal ann­ars í viðtal­inu, en hann á eitt ár eft­ir af samn­ingi sín­um við Val. 

Til­kynnt var á dög­un­um að Val­ur hefði samið við hol­lenska markvörðinn Guy Smit sem lék með Leikni úr Reykjavík síðustu tvö tímabil og er hann hugsaður sem aðalmarkvörður á næsta tímabili.

Þegar Heimir var spurður af Vísi í dag út í stöðu Hannes Þórs hjá Val sagði hann einfaldlega:„Þetta mál verður leyst innan Vals en ekki í fjölmiðlum.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert