Hræðilegasta vika lífs míns

Víkingur er bikarmeistari árið 2021.
Víkingur er bikarmeistari árið 2021. Ljósmynd/Óttar Geirsson

„Ég hefði aldrei trúað þessu,“ viðurkenndi Halldór Smári Sigurðsson, leikjahæsti leikmaður í sögu Víkings úr Reykjavík, í samtali við mbl.is eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn í fótbolta með því að vinna 3:0-sigur á ÍA í dag.

Víkingur fagnaði Íslandsmeistaratitli á dögunum og er því tvöfaldur meistari, eftir erfitt tímabil þar á undan. „Ég vissi að við værum með gott lið en að við værum orðnir svona góðir á svona stuttum tíma, ég hefði ekki trúað því.“

Halldór viðurkennir að lokatölurnar gefi ekki endilega rétta mynd af leiknum, en bæði lið fengu tækifæri til að skora fleiri mörk.

„Skagamenn voru flottir í dag. Þeir pressuðu okkur ofarlega og komu okkur smá á óvart. Völlurinn var líka þungur og þetta var ekki auðvelt. 3:0 gefur ekki endilega rétta mynd á leiknum.“

Halldór viðurkennir að tilfinningin hafi verið öðruvísi í dag en í aðdraganda leiksins gegn Leikni í deildinni, þar sem Víkingur tryggði sér að lokum Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég var mikið rólegri fyrir þennan leik. Þetta var hræðilegasta vika lífs míns áður en við tryggðum Íslandsmeistaratitilinn, ég var svo stressaður. Þar sem hinn titilinn var kominn gat maður farið rólegri inn í þennan leik. Að vinna þennan er bara bónus og þvílíkur bónus,“ sagði Halldór.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert