Þrír leikmenn til KR

Sigurður, Aron og Stefán í KR-heimilinu í dag.
Sigurður, Aron og Stefán í KR-heimilinu í dag. mbl.is/Aron Elvar Finnsson

Þrír leikmenn hafa bæst við leikmannahóp karlaliðs KR í knattspyrnu eftir að Íslandsmótinu lauk. 

Sigurður Bjartur Hallsson og Stefán Ljubicic voru kynntir á blaðamannafundi hjá KR sem nú stendur yfir. Sigurður kemur frá Grindavík og Stefán frá HK. 

Á dögunum var tilkynnt um félagaskipti markvarðarins Arons Snæs Friðrikssonar frá Fylki til KR. 

KR hafnaði í 3. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Liðið fékk 41 stig og var stigi ofar en KA en tveimur stigum ofar en Valur. KR leikur í Sambandsdeild Evrópu á næsta ári en Víkingur og Breiðablik leika einnig í Evrópukeppni 2022.   

mbl.is