Stórsigur í jöfnum leik

Sveindís Jane Jónsdóttir sækir að bakverði Tékka einu sinni sem …
Sveindís Jane Jónsdóttir sækir að bakverði Tékka einu sinni sem oftar í leiknum í gærkvöld. mbl.is/Unnur Karen

Fjögurra marka sigur gegn liði sem er mjög svipað að styrkleika flokkast svo sannarlega undir frábær úrslit.

Íslenska kvennalandsliðið bókstaflega varð að vinna Tékka á Laugardalsvelli í gærkvöld til að lenda ekki í afar erfiðri stöðu í undankeppni heimsmeistaramótsins og gerði það með glæsibrag.

Vissulega gefa lokatölurnar 4:0 enga mynd af gangi leiksins sem gat hæglega sveiflast í hvora áttina sem var, allt þar til varamaðurinn Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði hið mikilvæga þriðja mark tíu mínútum fyrir leikslok. Það var rothöggið á Tékkana sem áttu sextán marktilraunir gegn tólf hjá íslenska liðinu í leiknum.

Þessum frábæru úrslitum þarf íslenska liðið að fylgja eftir í seinni leiknum í Tékklandi 11. apríl. Vinni þær tékknesku sinn heimaleik verða þær áfram með undirtökin í baráttunni um annað sætið.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »