Pabbi er flottur á Twitter

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Pabbi er flottur á Twitter, hann má eiga það,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi íslenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Karólína Lea átti góðan leik í 4:0-sigri Íslands gegn Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli á föstudaginn í síðustu viku en íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn Kýpur sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun.

Á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Tékklands var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, spurður út í stöðu Karólínu Leu hjá félagsliði hennar Bayern München en hún hefur ekki átt fast sæti í liðinu á tímabilinu.

Faðir Karólínu, Vilhjálmur Kári Haraldsson fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, deildi frétt mbl.is um málið á samfélagsmiðlinum Twitter og við það sköpuðust áhugaverðar umræður.

„Það er engin skömm að því að detta einu sinni út úr hóp hjá einu besta félagsliði heims, sérstaklega þegar maður er búinn að vera að ganga í gengum meiðsli,“ sagði Karólína Lea á fundinum í dag.

„Umræðan var kannski frekar neikvæð en það er hins vegar gott á milli allra og ekkert vesen,“ bætti Karólína Lea við.

Vilhjálmur Kári Haraldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks.
Vilhjálmur Kári Haraldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert