Jökull aðstoðar í Garðabæ

Jökull Elísabetarson í leik með Breiðabliki árið 2015.
Jökull Elísabetarson í leik með Breiðabliki árið 2015. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jökull Elísabetarson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Jökull mun aðstoða Ágúst Gylfason sem var ráðinn þjálfari Garðbæinga á dögunum en Ágúst hafði undanfarin tvö tímabil stýrt Gróttu á Seltjarnarnesi.

Jökull lék 165 leiki í efstu deild með ÍBV, Breiðabliki, Víkingi úr Reykjavík og uppeldisfélagi sínu KR.

„Við fögnum komu Jökuls sem býr yfir mikilli þekkingu og deilir okkar sýn til framtíðar,“ segir í tilkynningu Garðbæinga.

„Nú hefjumst við handa, stöndum þétt við bakið á nýju þjálfarateymi og óskum þeim góðs gengis!“ segir ennfremur í tilkynningunni.
mbl.is