Sagður á leið í Breiðablik

Dagur Dan Jóhannsson á KR-vellinum í sumar.
Dagur Dan Jóhannsson á KR-vellinum í sumar. mbl.is/Unnur Karen

Dagur Dan Þórhallsson knattspyrnumaður er á leið til Breiðabliks samkvæmt frétt á Fótbolti.net

Þar er fullyrt að félagaskiptin gangi í gegn á næstu dögum. Dagur mun ef rétt reynist hafa félagaskipti frá Mjöndalen í Noregi. 

Norska liðið lánaði Dag til Fylkis síðasta sumar en á yngri árum lék hann bæði með Haukum og Fylki. 

Fylkir féll úr efstu deild í sumar og leikur því í næstefstu deild á næsta tímabili. 

mbl.is