Væri gaman að mæta Englandi á Old Trafford

Sveindís Jane Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir verða í eldlínunni með …
Sveindís Jane Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir verða í eldlínunni með landsliðinu næsta sumar. mbl.is/Unnur Karen

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu verður í pottinum þegar dregið verður í riðla í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Manchester á Englandi í dag.

Opnunarleikur mótsins fer fram á Old Trafford í Manchester, heimavelli Manchester United, hinn 6. júlí en úrslitaleikur mótsins fer fram á Wembley í London 31. júlí.

Íslenska liðið er í fjórða styrkleikaflokki ásamt Rússlandi, Finnlandi og Norður-Írlandi. Gestgjafarnir frá Englandi eru í efsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Þýskalandi og Frakklandi. Svíþjóð, Spánn, Noregur og Ítalía eru í öðrum styrkleikaflokki og Danmörk, Belgía, Sviss og Austurríki eru í þriðja styrkleikaflokki.

Dregið verður í fjóra fjögurra liða riðla fyrir lokakeppnina og því ljóst að Ísland verður í afar sterkum riðli enda sextán bestu lið álfunnar í pottinum í dag.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag en drátturinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »