Finnst bara svo gaman í fótbolta

Óskar Örn Hauksson er kominn í Stjörnuna eftir fimmtán ár …
Óskar Örn Hauksson er kominn í Stjörnuna eftir fimmtán ár með KR. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Mér líður alltaf eins og ég sé 22 ára gamall og það er ekkert sérstakt markmið hjá mér að spila sem lengst. Metin fylgja manni víst en aðalmálið er að mér finnst bara svo gaman í fótbolta. Á meðan svo er ætla ég að njóta þess,“ sagði Óskar Örn Hauksson við Morgunblaðið í gær, eftir að hafa skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Stjörnunnar.

Óskar kvaðst aldrei hafa hugleitt annað en að halda áfram í fótboltanum eftir síðasta tímabil. „Nei, það kom ekkert annað til greina. Líkamlega er ég í toppstandi og mat stöðuna þannig að það væri rétt að breyta til á meðan ég er enn góður leikmaður og hef eitthvað að gefa. Á þessum tímapunkti var ég tilbúinn til að prófa eitthvað nýtt, víkka sjóndeildarhringinn og sjá hvað menn eru að gera annars staðar en í KR. Ég er fyrst og fremst spenntur og stoltur yfir því að lið eins Stjarnan, alvörulið sem vill stefna hátt, vilji fá mig í sínar raðir. Ég tek því sem hrósi.“

Viðtalið við Óskar í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert