Birkir heiðraður í Skopje – fékk treyju frá Norður-Makedóníu

Birkir Bjarnason heiðraður fyrir leik.
Birkir Bjarnason heiðraður fyrir leik. Ljósmynd/Robert Spasovski

Birkir Bjarnason sló leikjamet Rúnars Kristinssonar í íslenska landsliðinu í fótbolta er hann var í byrjunarliðinu gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í Skopje í dag.

Við tilefnið var Birkir heiðraður af heimamönnum sem færðu honum norðurmakedónska treyju fyrir leik. Aftan á treyjunni er númerið 105 en Birkir leikur sinn 105. landsleik í dag.

Að vísu var nafn Birkis stafað vitlaust á treyjunni, en á henni stóð B. Bjarnson í staðinn fyrir Bjarnason. Myndir af athöfninni má sjá með fréttinni.

Birkir og Stefan Ristovski, fyrirliði Norður-Makedóníu.
Birkir og Stefan Ristovski, fyrirliði Norður-Makedóníu. Ljósmynd/Robert Spasovski
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert