Vanda vildi halda Eiði Smára

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vildi halda Eiði Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins.

Þetta herma heimildir mbl.is.

Eiður Smári lét af störfum sem aðstoðarþjálfari íslenska liðsins í gær eftir að stjórn Knattspyrnusambandsins ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hans.

Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi sambandsins í gær í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal en ekki kemur fram í fundargerðinni á heimasíðu KSÍ hverjir sátu fundinn.

Samkvæmt heimildum mbl.is var stjórnin klofin í afstöðu sinni til þess hvort nýta ætti uppsagnarákvæðið í samningi Eiðs Smára.

Formaðurinn var einn af þeim sem vildu halda honum en öðrum fannst tími kominn á breytingar.

Þar sem Eiður Smári naut ekki fulls stuðnings innan stjórnarinnar komust báðir málsaðilar að endingu að þeirri niðurstöðu að best væri að leiðir myndi skilja.

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert