Mæta Japönum í Almere í kvöld

Landsliðskonurnar fagna marki gegn Tékklandi.
Landsliðskonurnar fagna marki gegn Tékklandi. mbl.is/Unnur Karen

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í kvöld einu af bestu liðum heims þegar það leikur vináttulandsleik gegn Japan í Almere í Hollandi klukkan 18.40.

Japan, sem varð heimsmeistari árið 2011 og komst í 8-liða úrslit á Ólympíuleikunum í sumar, er í 13. sæti heimslistans, þremur sætum ofar en Ísland.

Á þriðjudaginn mætir Ísland svo Kýpur á útivelli í undankeppni HM. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert