Fékk engar útskýringar frá þjálfaranum

Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki átt fast sæti í liði …
Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki átt fast sæti í liði Bayern München undanfarnar vikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München í Þýskalandi og íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ekki átt fast sæti í liði Bæjara undanfarnar vikur.

Miðverðinum var skipt af velli í hálfleik í 2:1-sigri Bæjara gegn Essen í þýsku 1. deildinni 6. nóvember og byrjaði svo á bekknum í næstu þremur leikjum liðsins. 

Hún var svo mætt aftur í byrjunarliðið þegar Bayern vann 3:0-sigur gegn Carl Zeiss Jena í deildinni 21. nóvember.

„Ég fékk í raun engar útskýringar frá þjálfaranum þegar hann tók mig fyrst út úr liðinu,“ sagði Glódís á fjarfundi með blaðamönnum í dag fyrir leik Íslands og Kýpur í D-riðli undankeppni HM 2023 sem fram fer í Lárnaka á Kýp­ur á morgun.

„Honum fannst ég ekki góð í fyrri hálfleik gegn Essen og tók mig þá af velli. Hann vildi svo gefa öðrum leikmönnum tækifæri og við erum auðvitað með fimm miðverði sem eru að berjast um tvær stöður þannig að samkeppnin er mjög mikil. 

Það var auðvitað mjög leiðinlegt og svekkjandi en svona er þetta bara í þessu umhverfi. Ég þarf bara að sanna mig áfram og standa mig betur, það er ekkert flóknara en það,“ bætti Glódís við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert