Andri Rúnar í viðræðum við Eyjamenn

Andri Rúnar Bjarnason er samningbundinn Esbjerg í Danmörku.
Andri Rúnar Bjarnason er samningbundinn Esbjerg í Danmörku. Ljósmynd/Esbjerg

Knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur rætt við ÍBV um að ganga til liðs við félagið. Þetta kom fram í viðtali Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara ÍBV, í samtali við fótbolta.net.

Framherjinn, sem er 31 árs gamall, lék síðast með Grindavík hér á landi tímabilið 2017 þar sem hann skoraði 19 mörk og jafnaði markamet efstu deildar.

Alls á hann að baki 40 leiki í efstu deild með Víkingi úr Reykjavík og Grindavík en hann er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík.

„Það er leikmaður við vildum gjarnan fá í okkar raðir. Það kemur allt í ljós hvort það takist. Það er ekkert klárt fyrr en það er klárt," sagði Hermann í samtali við fótbolta.net.

Framherjinn er samningsbundinn Esbjerg í dönsku B-deildinni í dag en hann hefur einnig leikið með Kaiserslautern og Helsingborg á atvinnumannaferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert