Byrjunarlið Íslands: Sex breytingar frá síðasta leik

Sveindís Jane Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru í byrjunarliði íslenska …
Sveindís Jane Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru í byrjunarliði íslenska liðsins á Kýpur. mbl.is/Unnur Karen

Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjar í fremstu víglínu hjá íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem mætir Kýpur í C-riðli undankeppni HM 2023 í Lárnaka á Kýpur klukkan 17.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, gerir sex breytingar á byrjunarliði sínu frá 2:0-sigrinum gegn Japan í vináttulandsleik í Almere í Hollandi á fimmtudaginn síðasta.

Ásamt Berglindi koma þær Dagný Brynjarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Guðrún Arnarsdóttir, Guðný Árnadóttir og Sandra Sigurðardóttir allar inn í liðið.

Svava Rós Guðmundsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sif Atladóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir fá sér allar sæti á bekknum.

Ísland er með 6 stig í öðru sæti riðilsins, fimm stigum minna en Holland, en Ísland á tvo leiki til góða á hollenska liðið.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður:
Sandra Sigurðardóttir

Varnarmenn:
Guðný Árnadóttir
Guðrún Arnarsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðjumenn:
Dagný Brynjarsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Sóknarmenn:
Sveindís Jane Jónsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Agla María Albertsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert