Staðan styrktist fyrir leikinn

Kvennalandsliðið mætir Kýpur ytra í dag.
Kvennalandsliðið mætir Kýpur ytra í dag. mbl.is/Unnur Karen

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir til leiks á Kýpur í dag sem það lið sem er með fæst töpuð stig í C-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins.

Það er nokkuð óvænt staða en lið Tékklands, sem Ísland vann sannfærandi 4:0 í haust, gerði sér lítið fyrir um helgina og gerði aftur jafntefli gegn Hollendingum, nú 2:2 á heimavelli. Þar voru það reyndar hollensku Evrópumeistararnir sem kræktu naumlega í stig með því að jafna metin í uppbótartíma.

Þar sem fyrri leikur liðanna í Hollandi í haust endaði 1:1 hefur hollenska liðið nú tapað fjórum stigum í riðlinum þrátt fyrir sigurinn gegn Íslandi, 2:0, á Laugardalsvellinum í september, og er með 11 stig eftir fimm leiki.

Ísland er hinsvegar með sex stig eftir aðeins þrjá leiki eftir heimasigrana gegn Tékklandi og Kýpur í október.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »