Búinn að skrifa undir á Hlíðarenda

Orri Hrafn Kjartansson skrifaði undir fjögurra ára samning við Valsmenn.
Orri Hrafn Kjartansson skrifaði undir fjögurra ára samning við Valsmenn. mbl.is/Unnur Karen

Knattspyrnumaðurinn Orri Hrafn Kjartansson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Val. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Orri Hrafn, sem er 19 ára gamall, kemur til félagsins frá Fylki en hann lék 20 leiki með Fylkismönnum í efstu deild á nýliðnu tímabili þar sem hann skoraði fjögur mörk.

Árbæingar höfnuðu í neðsta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og leika því í 1. deildinni næsta sumar en Orri var besti leikmaður Fylkis í sumar.

Hann á að baki 22 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur verið viðloðandi íslenska U21-árs landsliðið að undanförnu.

„Valur væntir mikils af Orra Hrafni á komandi árum og bjóðum við hann velkominn á Hlíðarenda,“ segir í tilkynningu Valsmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert