Ein stærstu félagaskipti á Íslandi

Orri Hrafn Kjartansson var besti leikmaður Fylkis í sumar.
Orri Hrafn Kjartansson var besti leikmaður Fylkis í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Orri Hrafn Kjartansson er að ganga til liðs við Val frá Fylki og verður tilkynnt um félagaskiptin í dag. Þetta herma heimildir mbl.is en Albert Ingason greindi fyrrst frá þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

Orri Hrafn, sem er 19 ára gamall, lék 20 leiki með Fylki í efstu deild í sumar þar sem hann skoraði fjögur mörk. 

Hann var besti leikmaður liðsins á leiktíðinni en Árbæingar enduðu í neðsta sæti úrvalsdeildarinnr og leika því í 1. deildinni á komandi tímabili.

Valsmenn hafa lagt fram nokkur tilboð í leikmanninn undanfarnar vikur sem hefur öllum verið hafnað en Fylkismenn samþykkti tilboð í leikmanninn á dögunum sem var vel yfir sex milljónum íslenskra króna að því er heimildir mbl.is herma.

Orri verður því einn dýrasti leikmaður hérlendis en hann á að baki 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert