Snillingar sem héldu að ég væri að njósna

Ásgeir Börkur Ásgeirsson er mættur aftur heim í Árbæinn eftir …
Ásgeir Börkur Ásgeirsson er mættur aftur heim í Árbæinn eftir þrjú ár í herbúðum HK. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson er genginn til liðs við Fylki á nýjan leik eftir þrjú tímabil í herbúðum HK í Kópavogi.

Ásgeir rifti samningi sínum við Árbæinga í október 2018 og samdi hann við HK stuttu síðar en hann er uppalinn hjá Fylkismönnum.

Miðjumaðurinn, sem er 34 ára gamall, ræddi viðskilnaðinn við Fylkismenn í hlaðvarpsþættinum Enn einn fótboltaþátturinn sem er í umsjón Mána Péturssonar.

„Ég aldrei talað um þetta enda hef ég kannski aldrei verið spurður neitt sérstaklega út í þetta,“ sagði Ásgeir Börkur.

„Þetta snérist fyrst og fremst um virðingu. Ég er alinn þannig upp að maður á að standa fast á sínu, sama hvað. Ég upplifði það þannig að það væri verið að ýta mér til hliðar og það var lítil virðing borin fyrir því sem ég hafði gert fyrir klúbbinn síðan ég var fjögurra ára.

Bæði hjá þjálfaranum [Helga Sigurðssyni], manninum sem tók við fyrirliðabandinu af mér [Ólafi Inga Skúlasyni] og fólki sem vann í kringum klúbbinn sem ég taldi vera vini mína og átti í daglegum samskiptum við. Þetta var ekki endirinn sem ég óskaði eftir en ég stóð með sjálfum mér og er sáttur með mína ákvörðun.

Ég hélt áfram að þjálfa þarna en hætti því fljótlega því það voru einhverjir snillingar þarna sem héldu að ég væri að njósna um meistaraflokkinn,“ sagði Ásgeir Börkur meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert