Tekjur KSÍ mun lægri en gert var ráð fyrir

Klara Bjartmarz, framkvæmvastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmvastjóri KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekjur Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, verða mun lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun sambandsins fyrir árið 2021. Þetta kom fram á stjórnarfundi sambandsins hinn 23. nóvember.

Kórónuveirufaraldurinn hefur gert sambandinu erfitt um vik á árinu og hefur sambandið því ekki getað selt jafn mikið af miðum á landsleiki Íslands á árinu og undanfarin ár.

Þá hefur dræm miðasala á landsleiki karlalandsliðsins einnig haft sitt að segja þegar kemur að tekjum sambandsins. 

Fjárframlag UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins, var einnig lægra í ár en áætlanir höfðu gert ráð fyrir en framlög UEFA munu þó skila sér á næsta ári að því er fram kemur í fundagerð stjórnar.

Rekstrargjöld eru í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en þó fara einstaka liðir framyfir áætlun, sbr. til dæmis ársþing og aukinn ráðgjafarkostnaður,“ segir í fundargerðinni.

„Landsliðskostnaður verður lægri en gert var ráð fyrir. Spá fyrir afkomu ársins hefur þó batnað frá 6 mánaða uppgjöri,“ segir ennfremur í fundargerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert