Þróttarar ná sér í liðsauka

Izaro Abella í leik með Þór gegn Grindavík í 1. …
Izaro Abella í leik með Þór gegn Grindavík í 1. deildinni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnulið Þróttar í Reykjavík hefur fengið liðsauka en þrír leikmenn gengu í dag til liðs við félagið sem mátti sætta sig við fall úr 1. deild karla í haust.

Birkir Björnsson, 28 ára bakvörður, kemur til Þróttar frá Leikni í Reykjavík. Hann lék þrjá leiki með Leiknismönnum í úrvalsdeildinni í sumar en hefur leikið í öllum fimm deildum Íslandsmótsins, lengst með Leikni en einnig m.a. með Aftureldingu og Reyni í Sandgerði, og á alls 89 deildaleiki að baki.

Izaro Abella, 25 ára spænskur sóknarmaður, kemur frá Leikni á Fáskrúðsfirði en hann lék um tíma með Þór á Akureyri. Abella hefur spilað 58 leiki í 1. og 2. deild og skorað 16 mörk en hann hefur jafnframt leikið í neðri deildunum á Spáni.

Dylan Chiazor er 23 ára hollenskur kantmaður sem lék síðast með Leikni í Reykjavík í 1. deildinni 2020 og spilaði þá sjö leiki með liðinu. Hann lék áður í neðri deildunum í heimalandi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert