FH fær leikmann að norðan

Colleen Kennedy (til hægri) í baráttunni með Þór/KA síðasta sumar.
Colleen Kennedy (til hægri) í baráttunni með Þór/KA síðasta sumar. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

Knattspyrnudeild FH hefur samið við kantmanninn Colleen Kennedy um að leika með liðinu næsta sumar.

Colleen er 24 ára en verður 25 ára í desember. Hún kemur til FH frá Þór/KA en hún tók þátt í öllum leikjum liðsins í Pepsi-Max-deildinni í sumar. Colleen skoraði 2 mörk fyrir Þór/KA en hún kemur væntanlega til með að styrkja lið FH mikið í baráttunni í Lengjudeildinni á næsta ári.

Í tilkynningu Hafnarfjarðarliðsins segir meðal annars:

Við bjóðum hana velkomna til leiks og hlökkum til að sjá hana í FH búningnum næsta sumar.

mbl.is