Afhentu Barnaspítalanum bækur og leikföng

KR-ingarnir með gjafirnar ásamt fulltrúum Barnaspítala Hringsins.
KR-ingarnir með gjafirnar ásamt fulltrúum Barnaspítala Hringsins. Ljósmynd/KR

Leikmenn meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá KR heimsóttu Barnaspítala Hringsins í gær og afhentu þar ýmsar gjafir, svo sem bækur og leikföng.

Leikmennirnir Rebekka Sverrisdóttir og Laufey Björnsdóttir, þjálfarinn Christopher Harrington og aðstoðarmaður þeirra Friðgeir Bergsteinsson afhentu gjafirnar og fengu á móti viðurkenningarskjal frá spítalanum.

Á Instagram-síðu KR segir m.a.: „Meistaraflokkur kvenna hjá KR vill sýna að lífið er ekki bara fótbolti og að á þessum erfiðu tímum sem við höfum gengið í gegnum þetta árið skiptir máli að standa saman, hjálpast að og reyna að gera heiminn örlítið betri.... Við vonum innilega að gjafirnar nýtist vel og hvetjum önnur lið og allt fólk til að gefa af sér til góðra málefna.

mbl.is