Starfsmaður KSÍ tilkynnti kynferðisofbeldi

Sjálfstæði nefnd skipuð af ÍSÍ gerði úttekt á viðbrögðum og …
Sjálfstæði nefnd skipuð af ÍSÍ gerði úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, vissi af meintu kynferðisbroti landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar þegar hann mætti í Kastljósviðtal í lok ágúst og greindi frá því að sambandinu hefði ekki borist ábendingar um kynferðisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins.

Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem var skipuð til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands en skýrslan var opinberuð í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum í dag.

Nefndina skipuðu þau Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, sem jafnframt var formaður nefndarinnar og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur.

Málið sem umræðir átti sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010 í landsliðsverkefni karlalandsliðsins en Guðni fékk fyrst vitneskju af málinu eftir að Margrét Elíasdóttir, tengdamóðir meints þolanda, tilkynnti honum um málið en hún starfsmaður KSÍ.

„Það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að upplýsingar sem þáverandi formaður KSÍ veitti fjölmiðlum og almenningi í águst sl. um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál hafi verið villandi, enda var formaðurinn á sama tíma með á borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins,“ segir í skýrslu nefndarinnar.

„Yfirlýsingar samræmdust heldur ekki vitneskju um eldri tilkynningu um kæru á hendur öðrum leikmanni vegna ofbeldis,“ segir ennfremur í skýrslunni.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert