Fögnum því að fá niðurstöðu

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta eru vissulega erfið mál en við fögnum því engu að síður að það sé komin niðurstaða hjá úttektarnefndinni,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í samtali við Morgunblaðið eftir að úttektarnefnd ÍSÍ kynnti í gær niðurstöður sínar, þar sem viðbrögð og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands voru skoðuð ítarlega.

Nefndina skipuðu Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sem var formaður hennar, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Rán Ingvarsdóttir lögfræðingur.

„Við lítum svo á að þetta sé enn eitt púslið í þeirri vegferð sem við erum á að gera góða hreyfingu ennþá betri. Þetta er mjög vönduð skýrsla í alla staði og í henni eru góð ráð og punktar sem við munum halda áfram að vinna með í okkar stefnumótun.“

Viljum að allir séu öruggir

„Starfshópur á vegum ÍSÍ er að vinna að því að endurskoða allar reglur innan íþróttahreyfingarinnar í þessum málaflokki, sem er mjög jákvætt. Við viljum að okkar fólk og allir sem eru hluti af hreyfingunni séu örugg í okkar umhverfi og það er ástæðan fyrir því að við fórum af stað í þessa vinnu til að byrja með,“ sagði Vanda.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert