Ísland dróst í riðil með Króatíu

U19-ára landsliðs karla mætir Króatíu, Georgíu og Rúmeníu.
U19-ára landsliðs karla mætir Króatíu, Georgíu og Rúmeníu. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U19-ára landslið karla mætir Króatíu, Georgíu og Rúmeníu í milliriðlum fyrir EM 2022 sem fram fer í Slóvakíu, dagana 18. júní til 1. júlí.

Dregið var í milliriðla í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag en leikstaður og dagsetningar fyrir leikina í milliriðlum hafa ekki verið ákveðnar.

Milliriðlunum verður hins vegar að vera lokið fyrir 29. mars næstkomandi en sigurvegarar hvers riðils komast áfram í lokakeppnina.

mbl.is