Finnskur liðstyrkur til Keflavíkur

Dani Hatakka ásamt Karli Magnússyni, framkvæmdastjóra Keflavíkur.
Dani Hatakka ásamt Karli Magnússyni, framkvæmdastjóra Keflavíkur. Ljósmynd/Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við finnska miðvörðinn Dani Hatakka. Hatakka er 27 ára og kemur frá Honka í heimalandinu og semur við Keflavík út komandi leiktíð.

Hatakka lék á sínum tíma átta leiki fyrir finnska U21 árs landsliðið. Hann hefur allan ferilinn leikið í heimalandinu, fyrir utan eitt tímabil hjá Brann í Noregi. Hann lék 24 leiki með Honka og skoraði eitt mark.

Keflvík hafnaði í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og hélt sér naumlega uppi í deild þeirra bestu, eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni tímabilið á undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert