Fyrrverandi leikmaður ÍBV til Keflavíkur

Caroline Van Slambrouck er komin til Keflavíkur.
Caroline Van Slambrouck er komin til Keflavíkur. Ljósmynd/Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við hina bandarísku Caroline Van Slambrouck. Semur félagið við hana út tímabilið 2023.

Van Slambrouck þekkir íslenska fótboltann vel því hún lék með ÍBV frá 2017 til 2019, alls 49 leiki í efstu deild þar sem hún skoraði tvö mörk. Síðan þá hefur hún leikið með Benfica í Portúgal og Santa Teresa á Spáni.

Keflavík hafnaði í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni tímabilið á undan.

mbl.is