Skoðar aðstæður í Noregi

Arnór Gauti Ragnarsson í leik með Aftureldingu á síðustu leiktíð.
Arnór Gauti Ragnarsson í leik með Aftureldingu á síðustu leiktíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson er staddur í Noregi að kanna aðstæður hjá Hönefoss, en liðið leikur í fjórðu efstu deild Noregs.

Fótbolti.net greinir frá. Arnór Gauti er samningsbundinn Fylki en hann lék með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu á síðustu leiktíð að láni. Arnór, sem er 24 ára, hefur einnig leikið með Breiðabliki, Selfossi, ÍBV og Fylki.

Hann hefur skorað sjö mörk í 68 leikjum í efstu deild og 11 mörk í 35 leikjum í 1. deild.

mbl.is