Ungur Keflvíkingur æfir á Ítalíu

Stefán Jón Friðriksson æfir á Ítalíu.
Stefán Jón Friðriksson æfir á Ítalíu. Ljósmynd/Keflavík

Knattspyrnumaðurinn ungi Stefán Jón Friðriksson heldur út til Ítalíu á næstu dögum og mun æfa með B-deildarliðinu Cosenza.

Stefán, sem er á átjánda aldursári, hefur leikið einn deildarleik með Keflavík en hann kom inn á sem varamaður gegn KR í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Cosenza er sem stendur í 17. sæti ítölsku B-deildarinnar og í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.

mbl.is